Heim 2018-03-06T21:10:11+00:00

Sigga Beinteins  – Tónlistarmaður, söngkennari og athafnakona

Sigga hefur um árabil verið ein ástsælasta söngkona landsins, en vinsældir Siggu má að hluta rekja til þess hversu breiðs hóps tónlistarunnenda hún höfðar til. Hún hefur heillað börnin með barnaefninu í Söngvaborg, átt farsælan popptónlistarferil með hljómsveitinni Stjórninni, sungið með flestum tónlistarmönnum þjóðarinnar á böllum, tónleikum, í veislum og brúðkaupum – og nú síðstu ár, haldið sína eigin jólatónleika sem hafa vaxið og dafnað með ári hverju.

Sigga rak einnig sinn eigin söngskóla, ToneArt Sangskole, í fjöldamörg ár í Asker í Noregi, en sá skóli var vinsælasti popptónlistarskóli Noregs um árabil.

Það kemur því enginn að tómum kofanum hjá þessarri síungu söngdívu sem heillar alla með brosinu sínu og dillandi hlátrinum.

Hér á síðunni má finna yfirlit um helstu verkefni og viðfangsefni Siggu, vefverslun þar sem má finna Söngvaborgir, Masa og geisladiska Siggu sem hún hefur sjálf gefið út, tengingar á samfélagsmiðla og upplýsingar um það hvernig hafa má samband.

Sigga sér sjálf um sínar bókanir.

Senda tölvupóst

GSM: 897 1290

Jæja ert þu búin að tryggja þér miða á páskaballið 31. mars? Það er enn eitthvað af miðum til inn á tix.is - ég hlakka mikið til , þetta verður stuð, sjáumst

Jæja ert þu búin að tryggja þér miða á páskaballið 31. mars? Það er enn eitthvað af miðum til inn á tix.is - ég hlakka mikið til , þetta verður stuð, sjáumst ... See MoreSee Less

 

Comment on Facebook

Eg er til😘

Auður Valdimarsdóttir eigum við að skella okkur á ball ??!!

Jæææja Agnes Björg Tryggvadóttir 💃🏻🕺

Kolbrún Ýr Einarsdóttir 😉

Jæja kæru vinir, hvernig losa ég mig við flensuna á sem styttstum tíma? Eigið þið góð ráð, þarf að vera orðin góð á miðvikudag, ekkert annað í boði, endilega sendið mer lausnir ef þið eigið,, takk, takk ... See MoreSee Less

 

Comment on Facebook

Bara hvíla sig...en ef þú finnur töfralausn þá máttu láta mig vita af henni! 😉 Er komin með alveg nóg af sleni, orkuleysi, höfuðverk og bara öllu sem fylgir þessari pest! 😷🤧

Engifer sítróna hunang heitt vatn og drekka vel hvíla sig vel líka ,)

Sítrónur, engifer í heitu vatni sæta með hunangi 🙂 Svo er gamla góða húsráðið flóuð mjólk með hunangi mjög mýkjandi fyrir hálsinn. Annars bara að fara vel með síg 😉

Láta athuga hvort þetta er flensa og ef svo er Tamiflu. Svo er það svefn, vökvi, svefn. Gangi þér vel

GSE dropar (eđa töflur) fæst í Heilsuhùsinu t.d. Droparnir kröftugri en hræđilega vondir.

Sjóða vatn og engifer saman eftir smekk taka eingiferið svo uppúr og setja sítrónu og hunang mjög gott við flensunni Gangi þér vel Sigga

Sumir sem fá kvef fá sér hvítlauk og japla rífur vel í hálsinn , góðan bata

Haltu þér undir sæng og með slæðu um háls og farðu vel með þig, það virkar batakveðja👊

Var mjög slæm af kvefi, hita og höfuðverk, losnaði við það allt á þremur dögum, tók eina íbúfen og eina paratabs í þrjá daga, drakk einn bolla af vatni á undan og annan á eftir, fór svo að sofa,.. Þetta virkar alltaf...

Allt sem á undan er sagt 🤣🤣 ... og anda að sér eins heitri gufu og þú þolir. Drepur vírusinn. Svo náttlega bara "halda kjafti" og hvíla raddböndin. Knús og góðan bata 🌹💝

Engiferskot😊

C-vítamín - fullt af því! 2000mg á tveggja tíma fresti 🙂

ég nota ilmkjarnaolíur s.s On Guard frá doTERRA og Oregano frá sama fyrirtæki

Skera lauk í helming og hafa í sama herbergi og þú.

Hvíld,hvíld,hvíld og panodil hot reglulega

Engiferrót,sítróna,hunang og heitt vatn og góð hvíld 🙂

Ég sendi á þig skilaboð skoðaðu það 😘

Pensílín var lendingin hjá mér

Engiferskot!

Engiferté með hunángi .bataknús til þín

Syngja á táknmálið 🙂

Panodil hott sett i heitt vatn og drukkið

Engiferskot eiga víst að virka

+ View previous comments

... See MoreSee Less

 

Comment on Facebook

Falleg mynd af þér Sigga mín❤

Fallega nafna mín !

Flottust

Svo falleg

Glæsileg ✨

Stórglæsileg 🙂 🙂

Æðisleg

🤩

+ View previous comments

Hvað eigum við sameiginlegt? Hár: Svavar Örn, förðun: Elín Reynis

Hvað eigum við sameiginlegt? Hár: Svavar Örn, förðun: Elín Reynis ... See MoreSee Less

 

Comment on Facebook

Allar búnar að fara út og syngja í eurovision og eru æðislegar söngkonur 🤘😁

Allar búnar að fara fyrir íslandshönd í evrovision 🙂 og svo eruð þið allar flottar 🙂

Fyrir utan að vera gordjöss og flottar söngkonur þá eru þið allar Júró gellur 😉

SB

allar hafa farið fyrir okkar hönd í Eurovision og allar með sömu skammstafi 😘

Eurovision og sömu skammstafi 😀🎤🎼

Fyrir utan að vera flottar söngkonur þá auðvita Eurovison 🙂

Allar fallegar íslenskar söngdýfur og hafa allar tekið þátt í Eurovision 😍

Flottar konur sem allar hafa tekið þátt í Eurovision fyrir okkar hönd 🙂

Allar ljoshærðar og söngkonur

Allar svo yndislegar,

Allar íslenskar?

glæsilegar og flottar 🙂

Júródívurnar 3😍

Júró bebí🤗

Allar algjört ÆÐI 😁

Byrja allar á nafni með stafinn S. 😁

ALLAR glæsilegar 🙂

Eurovision

Allar lang Bestar og flottastar

Eurovision gyðjur

Jurógellur & upphaf stafirnir SB 😍

SB

+ View previous comments

Nú er ekkki langt í páskaböllin okkar á Bryggjan Brugghús, uppselt er 28. mars en það eru enn til miðar 31. mars, þú vilt ekki missa af þessu balli - tryggðu þér og þínum miða á tix.is

Nú er ekkki langt í páskaböllin okkar á Bryggjan Brugghús, uppselt er 28. mars en það eru enn til miðar 31. mars, þú vilt ekki missa af þessu balli - tryggðu þér og þínum miða á tix.is ... See MoreSee Less

Á hátíðlegum nótum  – Jólatónleikar

Komdu og láttu heillast í Hörpu!

Jólatónleikar Siggu Beinteins verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 7. og 8. desember 2018. Þetta verða tíundu jólatónleikar Siggu á ferlinum og fimmta árið í röð sem þeir eru haldnir í Eldborg.

Sigga fyllir hjörtu tónleikagesta af gleði og kærleika mitt í jólaamstrinu með sinni fallegu rödd, gríni og glensi, einlægni og dillandi hlátri.

Fyrir síðustu jól var uppselt á tvenna ógleymanlega tónleika Siggu í Eldborg, en kvöldin voru sem töfrum líkust og stemningin sem myndaðist í salnum lét engan ósnortinn, enda lagavalið sambland af klassískum jólalögum, hressum poppjólalögum og mögnuðum ballöðum sem spiluðu á allan tilfinningaskala tónleikagesta.

Umgjörðin utan um tónleikana er einkar falleg þar sem jólatré, falleg sviðsmynd og glæsileg grafík ásamt miklu ljósaspili og mögnuðum gestum spila stóran þátt í að gera tónleikana bæði hlýlega, hátíðlega og afar eftirminnilega.

Með Siggu koma fram góðir gestir ásamt landsliði tónlistarmanna og tónninn sem gefinn er er einlægur og hlýr – eins og Sigga sjálf.

Myndir frá jólatónleikunum 2017

Við eigum samleið  – Lögin sem allir elska í Salnum Kópavogi 5.október og 6. október í Hofi Akureyri.

Jogvan Hansen, Sigga Beinteins og Guðrún Gunnarsdóttir halda áfram á nýju ári með þessa vinsælu söngdagskrá sem gengið hefur fyrir fullu húsi í Salnum á þriðja ár.

Nú hafa þau endurnýjað stærsta hluta dagskrárinnar og bætt við mörgum lögum sem ekki heyrast oft sungin „live“ ,má þar nefna lög eins og: Í Rökkuró, Fjórir kátir þrestir, Án þín, Enn birtist mér í draumi ofl. Ekki aðeins heyrum við þessi skemmtilegu og fallegu lög í flutningi frábærra söngvara heldur segja þau skemmtilegar sögur sem tengjast lögunum og sögur úr eigin ranni.

Með þeim Jogvani, Guðrúnu og Siggu leikur hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar.
Tryggið ykkur miða í tíma því þessir tónleikar seljast alltaf fljótt upp!

Miðasala

Til Ellyjar  – Heiðurstónleikar í minningu Ellyjar Vilhjálms

Söngkonurnar Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Guðrún Gunnars syngja vinsælustu lög Ellyjar Vilhjálms á sérstökum heiðurstónleikum í minningu söngkonunnar, en hún hefði orðið 80 ára þann 28. desember 2015.

Á tónleikunum flytja þær sín uppáhalds lög með Elly,  lög sem hafa lifað með þjóðinni í áratugi og notið gríðarlegra vinsælda.

Með þessum tónleikum vilja söngkonurnar fjórar heiðra minningu einnar dáðustu söngkonu Íslands, með þakklæti og virðingu.

Söngvaborg  – Söngur, gleði og fræðsla

Þær Sigga og María hafa gefið út sjö Söngvaborgir auk geisladisks þar sem má finna öll bestu lögin af Söngvaborgunum – Frábær í bílinn og ferðalagið.

Markmið Söngvaborganna er að kenna börnum og fræða í gegnum sönginn en hafa jafnframt af því ánægju. Sigga og María fá skemmtilega gesti í heimsókn til sín í Söngvaborg, þar á meðal eru Lóa (Ó)kurteisa, Masi, Georg og Subbi sjóræningi. Masi er fæddur í Ástralíu en kemur reglulega til Íslands til að heimsækja vini sína í Söngvaborg. Einnig koma fram ungir og efnilegir söngvarar ásamt mörgum hæfileikaríkum börnum.

Hægt er að bóka þær Siggu og Maríu ásamt einum (eða fleiri) gestum á bæjarhátíðir og barnaskemmtanir. Smellið á hnappinn til að óska eftir upplýsingum um verð og útfærslur.

Fyrirspurn um Söngvaborg

Lagersala!  –  Frábær tilboð í vefverslun á Söngvaborg. Tilvalið fyrir ömmur og afa!

Vefverslun

Hafa samband

Tek að mér að koma fram og syngja við hin ýmsu tækifæri, t.d:

 • Afmæli, brúðkaup og veislur
 • Árshátíðir og jólaböll fyrirtækja og samtaka
 • Framkoma samhliða borðhaldi
 • Jólahlaðborð
 • Dansleikir og böll
 • Tina Turner Power Show
 • Abba Power Show
 • Sigga & Grétar
 • Stjórnin
 • Söngvaborg
 • Barnaskemmtanir
 • Lestur útvarps- og sjónvarpsauglýsinga ofl.

GSM: 897 1290

Tónleikaklúbbur

Skráðu þig í klúbbinn til að fá upplýsingar um fyrirhugaða tónleika og forsölutilboð.