Heim 2018-03-06T21:10:11+00:00

Sigga Beinteins  – Tónlistarmaður, söngkennari og athafnakona

Sigga hefur um árabil verið ein ástsælasta söngkona landsins, en vinsældir Siggu má að hluta rekja til þess hversu breiðs hóps tónlistarunnenda hún höfðar til. Hún hefur heillað börnin með barnaefninu í Söngvaborg, átt farsælan popptónlistarferil með hljómsveitinni Stjórninni, sungið með flestum tónlistarmönnum þjóðarinnar á böllum, tónleikum, í veislum og brúðkaupum – og nú síðstu ár, haldið sína eigin jólatónleika sem hafa vaxið og dafnað með ári hverju.

Sigga rak einnig sinn eigin söngskóla, ToneArt Sangskole, í fjöldamörg ár í Asker í Noregi, en sá skóli var vinsælasti popptónlistarskóli Noregs um árabil.

Það kemur því enginn að tómum kofanum hjá þessarri síungu söngdívu sem heillar alla með brosinu sínu og dillandi hlátrinum.

Hér á síðunni má finna yfirlit um helstu verkefni og viðfangsefni Siggu, vefverslun þar sem má finna Söngvaborgir, Masa og geisladiska Siggu sem hún hefur sjálf gefið út, tengingar á samfélagsmiðla og upplýsingar um það hvernig hafa má samband.

Sigga sér sjálf um sínar bókanir.

Senda tölvupóst

GSM: 897 1290

Skagfirðingar og nærsveitungar - þið voruð gjörsamlega gjéggjuð! Takk fyrir okkur!! 💖🎶✨🎤🎵

...og....HALLÓ AKUREYRI! 
Sjáumst í biluðu stuði á Græna Hattinum föstudaginn 20. apríl 22:00...! 🎵🎸🥁🎤 #stjórnin #stjórnin30ára #siggabeinteins #églifiívoninni #églifiákonunni #ekkibaraeittlagenn Fúsi Óttars Fridrik Karlsson Johann Asmundsson Grétar Örvarsson Sigríður Beinteinsdóttir STJÓRNIN

Skagfirðingar og nærsveitungar - þið voruð gjörsamlega gjéggjuð! Takk fyrir okkur!! 💖🎶✨🎤🎵

...og....HALLÓ AKUREYRI!
Sjáumst í biluðu stuði á Græna Hattinum föstudaginn 20. apríl 22:00...! 🎵🎸🥁🎤 #stjórnin #stjórnin30ára #siggabeinteins #églifiívoninni #églifiákonunni #ekkibaraeittlagenn Fúsi Óttars Fridrik Karlsson Johann Asmundsson Grétar Örvarsson Sigríður Beinteinsdóttir STJÓRNIN
... See MoreSee Less

 

Comment on Facebook

Veit með vissu að stemningin verður ekki síðri á Ak! Hlakka til að sjá ykkur 😎

Takk fyrir frábæra tónleikana, rifjar upp góðar minningar frá böllunum í denn

Þið eru æði👍Takk fyrir geggjað kvöld í Miðgarði 👍😊😊

Þið voruð ÆÐISLEG 😃 takk fyrir frabæra skemmtun 👌

Smá hressing í Staðarskála, eru ekki allir klárir í tónleikana í Miðgarði í kvöld? Þetta verður æði

Smá hressing í Staðarskála, eru ekki allir klárir í tónleikana í Miðgarði í kvöld? Þetta verður æði ... See MoreSee Less

 

Comment on Facebook

Vona ad tid seud med godann bilstjora😁gleymi ekki teim turum sem eg keyrdi ykkur i old days😎

Þetta voru geðveikir tónleikar i Miðgarði. Ég get ekki beðið eftir tónleikunum á Græna sigga beinteins

Eva Ösp Huldudóttir.......... getum við please farið og séð konu drauma minna😍

Hefði verið gaman að fá ykkur á Patró. Þar var nú oft mikið fjör 😃

Kjötsúpa og kruðerí .. Góða ferð

ALLIR Í BÁTANA🚣‍♂️

Góða skemmtun 🙂

þið getið ekki ýmindað ykkur hvað maður er orðin spenntir 😃👍Woopp

🙁 staddur í Kiev

Ó jú hér er spennan farinn að magnast😉

+ View previous comments

30 ára ferils tónleikar

Stjórnin heldur tónleika í MIðgarði Skagafirði 18. apríl og á Græna Hattinum Akureyri 20. apríl. Stjórnin mun leika sín þekktustu lög ásamt því að segja skemmtilegar sögur af ferlinum. Miðasala er hafin á tix.is Hlökkum til að sjá ykkur!
... See MoreSee Less

 

Comment on Facebook

Gaman væri að hitta þau og rifja upp gamlar reisur um landið i denn

Ég náði meira að segja mömmu og pabba með í Miðgarð! 🙂

Verða ekki auka tónleikar á Akureyri um helgina

Búin að kaupa miða í Miðgarð 😙

Þið væruð flott á Kanarí 🙂

Vá hvað mig hlakkar til að koma á græna með ykkur

Þið verðið að hafa í salnum , kaupi strax miða

miðar komnir í hús á þessum bæ 😊😃 hlakka til 🤓🤓

Ha ha vill ekki láya deola sér

Takk fyrir æðislegt ball 31.03

Sæl Sigga fekkstu ekki póstinn frá mer.

Elí Hólm Snæbjörnsson Jóhann Jónsson

+ View previous comments

Hrikalegur bruni og skelfilegt tjón við þennan ofsabruna í Iceware og Geymslur.is, en mikil mildi að enginn slasaðist. 
Margir hafa sennilega misst mikið í dag, þar á meðal við sem stöndum að Jólatónleikum Siggu Beinteins, en öll okkar sviðsmynd og allt við höfum safnað að okkur síðustu níu ár í tengslum við það verkefni er að öllum líkindum glatað. Búningar, kjólar, jólatré, jólakúlur og skraut, leikmunir ofl., auk persónulegra muna. 
Vá hvað það er sárt að horfa upp á þetta, þó margir hafi það án efa mun verra eftir svona harmleik. 
Vonandi næst að slökkva eldinn sem fyst 😢

Hrikalegur bruni og skelfilegt tjón við þennan ofsabruna í Iceware og Geymslur.is, en mikil mildi að enginn slasaðist.
Margir hafa sennilega misst mikið í dag, þar á meðal við sem stöndum að Jólatónleikum Siggu Beinteins, en öll okkar sviðsmynd og allt við höfum safnað að okkur síðustu níu ár í tengslum við það verkefni er að öllum líkindum glatað. Búningar, kjólar, jólatré, jólakúlur og skraut, leikmunir ofl., auk persónulegra muna.
Vá hvað það er sárt að horfa upp á þetta, þó margir hafi það án efa mun verra eftir svona harmleik.
Vonandi næst að slökkva eldinn sem fyst 😢
... See MoreSee Less

 

Comment on Facebook

ég hef fulla samúð með þeim sem missa eigur sínar í bruna, allt mitt og okkar Möggu minnar fór á einum degi,hús,innbú og margir verðmætir munir en við erum hér og það skiptir mestu máli <3

Já ég hef verið í þessum sporum að standa úti og eiga allt í einu ekki neitt Þetta er rosalegalega sárt og ég hef fulla samúð þeð Siggu og Björgvini og öllum þeim sem eru að missa hlutina sína sem þið hafið örugglega haldið að væru á góðum stað En það er mest um vert að enginn slasaðist alvarlega .. Gangi þér allt í haginn nafna mín <3

Æ, þetta eru slæmar fréttir!

Það er ekki gott að heyra um svona tjón hjá ykkur þið eigið alla mína samúð vegna tjónsins

Ææ skelfilegt að heyra bæði með ykkur og alla þa sem hafa misst mikið. 🙏

Ég vona að þetta hafi verið tryggt hjá ykkur. En það er ekki rétt að enginn hafi slasast.

Sorglegt fyrir það fólk sem nú hefur misst dýrmæta hluti, skelfilegt tilfinningalegt tjón 😢

En sorglegt að heyra með hlutina þína og Bó. Vona innilega að það sé ekki allt glatað.

Þetta er hræðilegt! Finnst að það ætti að vera skyldutrygging í svona leigjum alveg eins og þegar þú kaupir þér fasteign 😣

Æ Æ elsku Sigga mín.

Knús elsku Sigga Svo sorglegt <3

Æi elsku Sigga mín ekki gaman að heyra það elskan mín❤

Þetta er alveg hræðilegt😔😒😔

Æ elsku Sigga ekki er þetta nú gott en vonandi reddast þetta allt.<3

Þetta er hræðilegt

ææ en ömulegt en lögin ykkar eru enn til staðar og þið heil á húfi

ömurlegt. Eruð þið tryggð?

þetta er alveg skelfilegt 🙁

Hrikalegt að horfa á stóran hluta ævi sinnar funa upp 🙁

Æ slæmt að heyra

Mikið er þetta sorglegt en gott að allir sluppu út.

ææ ekki gott það

+ View previous comments

Jæja, þá erum við í Stjórninni byrjuð að undirbúa norðurferð, ætlum að halda 30 ára ferilstónleika í Miðgarði Skagafirði 18. apríl og fara svo inn á Akureyri á Græna Hattinn á föstudeginum 20. apríl - ætlum að spila lögin okkar, segja sögur frá þessum langa ferli og hafa hrikalega gaman að þessu öllu saman. Miðasalan er hafin inn á tix.is - og við hlökkum til að sjá ykkur!

Jæja, þá erum við í Stjórninni byrjuð að undirbúa norðurferð, ætlum að halda 30 ára ferilstónleika í Miðgarði Skagafirði 18. apríl og fara svo inn á Akureyri á Græna Hattinn á föstudeginum 20. apríl - ætlum að spila lögin okkar, segja sögur frá þessum langa ferli og hafa hrikalega gaman að þessu öllu saman. Miðasalan er hafin inn á tix.is - og við hlökkum til að sjá ykkur! ... See MoreSee Less

 

Comment on Facebook

Una Kristín Árnadóttir á ég ekki að skella mér norður þessa helgi? Þetta kallar á stjórnlaust stuð 🙂

Hvernig væri að skella sér norður og hlusta á þessa frábæru hljómsveit 🙂

Er svo spennt ☺

Er komin með miða á Græna hlakka svvvoooo mikið til 😁

ER Sigga með einnhvern unboðsmann.

Komin með miða á báða tónleikana. Það verður geðveikt stuð

Hlakka til 🌞😃

+ View previous comments

Á hátíðlegum nótum  – Jólatónleikar

Komdu og láttu heillast í Hörpu!

Jólatónleikar Siggu Beinteins verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 7. og 8. desember 2018. Þetta verða tíundu jólatónleikar Siggu á ferlinum og fimmta árið í röð sem þeir eru haldnir í Eldborg.

Sigga fyllir hjörtu tónleikagesta af gleði og kærleika mitt í jólaamstrinu með sinni fallegu rödd, gríni og glensi, einlægni og dillandi hlátri.

Fyrir síðustu jól var uppselt á tvenna ógleymanlega tónleika Siggu í Eldborg, en kvöldin voru sem töfrum líkust og stemningin sem myndaðist í salnum lét engan ósnortinn, enda lagavalið sambland af klassískum jólalögum, hressum poppjólalögum og mögnuðum ballöðum sem spiluðu á allan tilfinningaskala tónleikagesta.

Umgjörðin utan um tónleikana er einkar falleg þar sem jólatré, falleg sviðsmynd og glæsileg grafík ásamt miklu ljósaspili og mögnuðum gestum spila stóran þátt í að gera tónleikana bæði hlýlega, hátíðlega og afar eftirminnilega.

Með Siggu koma fram góðir gestir ásamt landsliði tónlistarmanna og tónninn sem gefinn er er einlægur og hlýr – eins og Sigga sjálf.

Myndir frá jólatónleikunum 2017

Við eigum samleið  – Lögin sem allir elska í Salnum Kópavogi 5.október og 6. október í Hofi Akureyri.

Jogvan Hansen, Sigga Beinteins og Guðrún Gunnarsdóttir halda áfram á nýju ári með þessa vinsælu söngdagskrá sem gengið hefur fyrir fullu húsi í Salnum á þriðja ár.

Nú hafa þau endurnýjað stærsta hluta dagskrárinnar og bætt við mörgum lögum sem ekki heyrast oft sungin „live“ ,má þar nefna lög eins og: Í Rökkuró, Fjórir kátir þrestir, Án þín, Enn birtist mér í draumi ofl. Ekki aðeins heyrum við þessi skemmtilegu og fallegu lög í flutningi frábærra söngvara heldur segja þau skemmtilegar sögur sem tengjast lögunum og sögur úr eigin ranni.

Með þeim Jogvani, Guðrúnu og Siggu leikur hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar.
Tryggið ykkur miða í tíma því þessir tónleikar seljast alltaf fljótt upp!

Miðasala

Til Ellyjar  – Heiðurstónleikar í minningu Ellyjar Vilhjálms

Söngkonurnar Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Guðrún Gunnars syngja vinsælustu lög Ellyjar Vilhjálms á sérstökum heiðurstónleikum í minningu söngkonunnar, en hún hefði orðið 80 ára þann 28. desember 2015.

Á tónleikunum flytja þær sín uppáhalds lög með Elly,  lög sem hafa lifað með þjóðinni í áratugi og notið gríðarlegra vinsælda.

Með þessum tónleikum vilja söngkonurnar fjórar heiðra minningu einnar dáðustu söngkonu Íslands, með þakklæti og virðingu.

Söngvaborg  – Söngur, gleði og fræðsla

Þær Sigga og María hafa gefið út sjö Söngvaborgir auk geisladisks þar sem má finna öll bestu lögin af Söngvaborgunum – Frábær í bílinn og ferðalagið.

Markmið Söngvaborganna er að kenna börnum og fræða í gegnum sönginn en hafa jafnframt af því ánægju. Sigga og María fá skemmtilega gesti í heimsókn til sín í Söngvaborg, þar á meðal eru Lóa (Ó)kurteisa, Masi, Georg og Subbi sjóræningi. Masi er fæddur í Ástralíu en kemur reglulega til Íslands til að heimsækja vini sína í Söngvaborg. Einnig koma fram ungir og efnilegir söngvarar ásamt mörgum hæfileikaríkum börnum.

Hægt er að bóka þær Siggu og Maríu ásamt einum (eða fleiri) gestum á bæjarhátíðir og barnaskemmtanir. Smellið á hnappinn til að óska eftir upplýsingum um verð og útfærslur.

Fyrirspurn um Söngvaborg

Lagersala!  –  Frábær tilboð í vefverslun á Söngvaborg. Tilvalið fyrir ömmur og afa!

Vefverslun

Hafa samband

Tek að mér að koma fram og syngja við hin ýmsu tækifæri, t.d:

 • Afmæli, brúðkaup og veislur
 • Árshátíðir og jólaböll fyrirtækja og samtaka
 • Framkoma samhliða borðhaldi
 • Jólahlaðborð
 • Dansleikir og böll
 • Tina Turner Power Show
 • Abba Power Show
 • Sigga & Grétar
 • Stjórnin
 • Söngvaborg
 • Barnaskemmtanir
 • Lestur útvarps- og sjónvarpsauglýsinga ofl.

GSM: 897 1290

Tónleikaklúbbur

Skráðu þig í klúbbinn til að fá upplýsingar um fyrirhugaða tónleika og forsölutilboð.