Loading...
Heim 2017-05-16T22:14:04+00:00

Sigga Beinteins  – Tónlistarmaður, söngkennari og athafnakona

Sigga hefur um árabil verið ein ástsælasta söngkona landsins, en vinsældir Siggu má að hluta rekja til þess hversu breiðs hóps tónlistarunnenda hún höfðar til. Hún hefur heillað börnin með barnaefninu í Söngvaborg, átt farsælan popptónlistarferil með hljómsveitinni Stjórninni, sungið með flestum tónlistarmönnum þjóðarinnar á böllum, tónleikum, í veislum og brúðkaupum – og nú síðstu ár, haldið sína eigin jólatónleika sem hafa vaxið og dafnað með ári hverju.

Sigga rak einnig sinn eigin söngskóla, ToneArt Sangskole, í fjöldamörg ár í Asker í Noregi, en sá skóli var vinsælasti popptónlistarskóli Noregs um árabil.

Það kemur því enginn að tómum kofanum hjá þessarri síungu söngdívu sem heillar alla með brosinu sínu og dillandi hlátrinum.

Hér á síðunni má finna yfirlit um helstu verkefni og viðfangsefni Siggu, vefverslun þar sem má finna Söngvaborgir, Masa og geisladiska Siggu sem hún hefur sjálf gefið út, tengingar á samfélagsmiðla og upplýsingar um það hvernig hafa má samband.

Sigga sér sjálf um sínar bókanir.

Senda tölvupóst

GSM: 897 1290

Kæru vinir; Það er orðið uppselt í kvöld á tónleikana okkar í Salnum í kvöld, Við eigum samleið. - En það voru þrír miðar að detta inn í sölu aftur vegna forfalla! Þetta verður frábært kvöld, hlökkum mikið til! ... See MoreSee Less

Kæru vinir; Það er orðið uppselt í kvöld á tónleikana okkar í Salnum í kvöld, Við eigum samleið. - En það voru þrír miðar að detta inn í sölu aftur vegna forfalla! Þetta verður frábært kvöld, hlökkum mikið til!

Fríða Guðjónsdóttir, Rex Xsavior Speed and 12 others like this

Sigþór Hólm ÞórarinssonMikið hlökkum við til kvöldsins.

4 days ago

Ingibjörg Herta MagnúsdóttirHlakka mikið til 😊

3 days ago

Comment on Facebook

Sigga Beinteins er hátíðleg/ur með Ólöf Erla Einarsdóttir og 12 öðrum.

Jæja þá er maður komin í jólakúlugírinn,hlakka mikið til tónleikanna, verð með dásamlega gesti með mér og heimsklassa tónlistarmenn - og lagavalið fer að verða klárt þó það sé bara september. Þetta verður æði! 🎄✨🎄✨
... See MoreSee Less

Jæja þá er maður komin í jólakúlugírinn,hlakka mikið til tónleikanna, verð með dásamlega gesti með mér og heimsklassa tónlistarmenn - og lagavalið fer að verða klárt þó það sé bara september. Þetta verður æði! 🎄✨🎄✨

Eyrún Björnsdóttir, Sólný Lísa Jórunnardóttir and 23 others like this

View previous comments

Sólveig Sigríður MagnúsdóttirSigga er stórkostleg söngkona . Ég fór í annað sinn í fyrra á jólatónleika og var heilluð af henni og öllum sem komu fram á þeim tónleikum .

2 days ago

Anna Vilhjálms'Eg vona bara að ég geti fengið miða á góðum stað, annars missi ég af svo miklu.

2 days ago

Sigurbrandur Kristinssonn

Attachment3 days ago   ·  1

Sigurbrandur Kristinssonn

Attachment3 days ago   ·  1

Ragnheiður SölvadóttirNúna ætlum við öll fjölskyldan að koma 😁

3 days ago

Þóra KrístjánsdóttirVona að ég komist .🙂

5 days ago

Jóhanna HauksdóttirSigga er orkubolti og með svo flotta rödd, er mæti.

3 days ago

Sólveig BjörnsdóttirGetur einhver sagt mér hvað miðinn kostar ?

4 days ago

2 Replies

Cecilia FoelscheHlakka til ❤️

2 days ago

Anna Björg ViðarsdóttirMig hlakkar svooo til 🙂

5 days ago

Linda JóhannsdMiðar komnir í hús 🙂

4 days ago

Jón Björn ÁsgeirssonMigið ertu altaf sæt elskan <3

5 days ago

Maren Ósk ElíasdóttirBjörgheiður Guðrún Valdimarsdóttir

4 days ago   ·  1

1 Reply

Comment on Facebook

Mér er mikill heiður að kynna inn fjórða gestinn minn Pál Rósinkranz sem verður með mér á jólatónleikunum í ár - Þvílíkur söngvari sem hann er og ég er farin að hlakka mikið til að hitta hann og æfa jólalögin með honum... ... See MoreSee Less

Birgir Valgardsson, Kristrún Björg Gunnarsdóttir and 82 others like this

Kristín Ellen HauksdóttirFrábært

6 days ago

Andrea Þ Björnsdóttirgæði í gegn, hlakka til að heyra í honum

5 days ago

Petrína SigurðardóttirFlottur söngvari og frábært lag

6 days ago

Comment on Facebook

Þessi gyðja og frábæra söngkona ætlar að vera einn af gestum mínum á jólatónleikunum mínum í Hörpu 8. og 9. desember - þetta verður sko eitthvað! - miðasalan er alltaf opin á harpa.is og tix.is - hlökkum til að sjá þig ! ... See MoreSee Less

Þér við hlið by Regína Ósk from the album Í djúpum dal Released 2015-11-09 on Sena Listen/download this album on your preferred music service: Apple Music / ...

Markús Beinteinsson, Sigurveig Björg Harðardóttir and 36 others like this

Róbert Smári GunnarssonÞrír miðar í hús hér! Okkur hlakkar til!

1 week ago   ·  1

Anna Björg ViðarsdóttirÆði, hlakka svo til 🙂

6 days ago

Guðrún Ósk GunnarsdóttirSigrún Birna Steinarsdóttir

7 days ago

1 Reply

Comment on Facebook

Á hátíðlegum nótum  – Jólatónleikar

Miðasala

Komdu og láttu heillast í Hörpu!

Jólatónleikar Siggu Beinteins verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 8. og 9. desember nk. Þetta verða níundu jólatónleikar Siggu á ferlinum og fjórða árið í röð sem þeir eru haldnir í Eldborg.

Sigga fyllir hjörtu tónleikagesta af gleði og kærleika mitt í jólaamstrinu með sinni fallegu rödd, gríni og glensi, einlægni og dillandi hlátri.

Fyrir síðustu jól var uppselt á tvenna ógleymanlega tónleika Siggu í Eldborg, en kvöldin voru sem töfrum líkust og stemningin sem myndaðist í salnum lét engan ósnortinn, enda lagavalið sambland af klassískum jólalögum, hressum poppjólalögum og mögnuðum ballöðum sem spiluðu á allan tilfinningaskala tónleikagesta.

Umgjörðin utan um tónleikana er einkar falleg þar sem jólatré, falleg sviðsmynd og glæsileg grafík ásamt miklu ljósaspili og mögnuðum gestum spila stóran þátt í að gera tónleikana bæði hlýlega, hátíðlega og afar eftirminnilega.

Með Siggu koma fram góðir gestir ásamt landsliði tónlistarmanna og tónninn sem gefinn er er einlægur og hlýr – eins og Sigga sjálf.

Myndir frá jólatónleikunum 2016

Við eigum samleið  – Lögin sem allir elska

Hér eru á ferðinni einstaklega ljúfir og skemmtilegir tónleikar með gömlu góðu sönglögunum sem allir þekkja og elska. Sigga, Guðrún og Jógvan syngja ekki bara, heldur segja þau líka skemmtilegar sögur sem tengjast lögunum, sögur úr bransanum og síðast en ekki síst gera þau stólpagrín hvert að öðru.

Á dagskránni eru meðal annar slögin: Heyr mína bæn, Ég er komin heim, Til eru fræ, Kata rokkar, Ég veit þú kemur, Dagný og fleiri perlur úr íslenskri dægurlagasögu.

Þetta eru tónleikar sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.

Til Ellyjar  – Heiðurstónleikar í minningu Ellyjar Vilhjálms

Söngkonurnar Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Guðrún Gunnars syngja vinsælustu lög Ellyjar Vilhjálms á sérstökum heiðurstónleikum í minningu söngkonunnar, en hún hefði orðið 80 ára þann 28. desember 2015.

Á tónleikunum flytja þær sín uppáhalds lög með Elly,  lög sem hafa lifað með þjóðinni í áratugi og notið gríðarlegra vinsælda.

Með þessum tónleikum vilja söngkonurnar fjórar heiðra minningu einnar dáðustu söngkonu Íslands, með þakklæti og virðingu.

Söngvaborg  – Söngur, gleði og fræðsla

Þær Sigga og María hafa gefið út sjö Söngvaborgir auk geisladisks þar sem má finna öll bestu lögin af Söngvaborgunum – Frábær í bílinn og ferðalagið.

Markmið Söngvaborganna er að kenna börnum og fræða í gegnum sönginn en hafa jafnframt af því ánægju. Sigga og María fá skemmtilega gesti í heimsókn til sín í Söngvaborg, þar á meðal eru Lóa (Ó)kurteisa, Masi, Georg og Subbi sjóræningi. Masi er fæddur í Ástralíu en kemur reglulega til Íslands til að heimsækja vini sína í Söngvaborg. Einnig koma fram ungir og efnilegir söngvarar ásamt mörgum hæfileikaríkum börnum.

Hægt er að bóka þær Siggu og Maríu ásamt einum (eða fleiri) gestum á bæjarhátíðir og barnaskemmtanir. Smellið á hnappinn til að óska eftir upplýsingum um verð og útfærslur.

Fyrirspurn um Söngvaborg

VefverslunSjá allar vörur

Hafa samband

Tek að mér að koma fram og syngja við hin ýmsu tækifæri, t.d:

 • Afmæli, brúðkaup og veislur
 • Árshátíðir og jólaböll fyrirtækja og samtaka
 • Framkoma samhliða borðhaldi
 • Jólahlaðborð
 • Dansleikir og böll
 • Tina Turner Power Show
 • Abba Power Show
 • Sigga & Grétar
 • Stjórnin
 • Söngvaborg
 • Barnaskemmtanir
 • Lestur útvarps- og sjónvarpsauglýsinga ofl.

Senda tölvupóst

GSM: 897 1290

Tónleikaklúbbur

Skráðu þig í klúbbinn til að fá upplýsingar um fyrirhugaða tónleika og forsölutilboð.