Loading...
Heim 2017-12-01T21:23:27+00:00

Sigga Beinteins  – Tónlistarmaður, söngkennari og athafnakona

Sigga hefur um árabil verið ein ástsælasta söngkona landsins, en vinsældir Siggu má að hluta rekja til þess hversu breiðs hóps tónlistarunnenda hún höfðar til. Hún hefur heillað börnin með barnaefninu í Söngvaborg, átt farsælan popptónlistarferil með hljómsveitinni Stjórninni, sungið með flestum tónlistarmönnum þjóðarinnar á böllum, tónleikum, í veislum og brúðkaupum – og nú síðstu ár, haldið sína eigin jólatónleika sem hafa vaxið og dafnað með ári hverju.

Sigga rak einnig sinn eigin söngskóla, ToneArt Sangskole, í fjöldamörg ár í Asker í Noregi, en sá skóli var vinsælasti popptónlistarskóli Noregs um árabil.

Það kemur því enginn að tómum kofanum hjá þessarri síungu söngdívu sem heillar alla með brosinu sínu og dillandi hlátrinum.

Hér á síðunni má finna yfirlit um helstu verkefni og viðfangsefni Siggu, vefverslun þar sem má finna Söngvaborgir, Masa og geisladiska Siggu sem hún hefur sjálf gefið út, tengingar á samfélagsmiðla og upplýsingar um það hvernig hafa má samband.

Sigga sér sjálf um sínar bókanir.

Senda tölvupóst

GSM: 897 1290

Við eigum samleið 9. Febrúar
Jæja gott fólk, þá er ekki langt í það að við Guðrún og Jógvan verðum enn og aftur í Salnum með tónleikana okkar "Við eigum samleið", en þeir verða í Salnum 9. febrúar, - enn er eitthvað til af miðum á salurinn.is- Hlökkum til að sjá þig!
... See MoreSee Less

Sigga Beinteins deildi myndbandi frá STJÓRNIN.

STJÓRNIN
Vá,,,, 30 ár, hver hefði trúað því,,, gaman að vera partur af þessu bandi í gengum allan þennan tíma, þvílkur tími og frábær, við ætlum okkur að gera fullt af skemmtilegum hlutum á þessum tímamótum, erum byrjuð að undirbúa fullt af skemmtilegum uppákomum,, meira um það síðar, hér eru skemmtilegar myndir í gegnum ferilinn..
... See MoreSee Less

Liðin eru þrjátíu ár síðan Stjórnin - þessi eina sanna - var stofnuð. Hver hefði trúað því?! Í tilefni af því ætlar Stjórnin að halda tónleika víðs vegar um landið eins og ná...

Lilja Ólafsdóttir, Védís Drafnar and 331 others like this

View previous comments

Bryndís Halldóra JónsdóttirÞetta líst mér á! 😃 Verður ekki allsherjar ball á einhverjum góðum stað þar sem hægt verður að dansa? ...humm...*hugs* ...Er það ekki bara Hótel Saga? 😃

1 week ago   ·  4

Kolbrún Dögg TryggvadóttirSif Árnadóttir kemurðu ekki með mér á tjuttið ef þau koma til Akureyrar. Alvöru dansiball 😍

7 days ago   ·  1

2 Replies

Sonja Skvisa SteinarsdottirDreymir um ball með stjórninni! Eg fekk ekki að upplifa það en hlusta enn a tónlistina á spotify!!

1 week ago   ·  1

Silla MarkúsdóttirHvað ætli að þau sé mörg böllin sem við fórum á Steinunn Másdóttir ? kannski fljótlegra að telja þau sem við fórum ekki á hahaha

6 days ago   ·  1

1 Reply

Emma RakelVonandi komið þið uppá Skaga (Akranes) ég hef aldrei farið á ball,,og ég er enn að hlusta á lögin ykkar 🙂

1 week ago

Aðalheiður Guðrún HalldórsdóttirVá elska Stjórnina, coveraði herbergið með plaggötum af Siggu Beinteins 😀 hún er enn í dag idolið mitt❤️

2 days ago

Katrín Ösp HalldórsdóttirMagnús Skóg... sælll þetta verður eitthvað .... núna þarf að fara pússa danskóna 😎😉

3 days ago

Habby S BaranFirstu tónleikarnir sema eg for á var med stjórnini awesome hljómsveit

1 week ago

Kolbrún Rut PálmadóttirÞví ég vil lifa lífinu upplifa....JÁ auðvitað bíll og ball 😁😁

5 days ago

Þórdís Jóna JakobsdóttirFríða Sjöfn Lúðvíksdóttir held þetta muni kalla á sushi og tónleika kvöld þegar kemur að þessu heldurðu það ekki

21 hours ago

1 Reply

Jóna Guðbjörg PétursdóttirMamma Guðrún Aðalheiður Matthíasdóttir manstu þegar ég fór à ball með stjórninni og festist í rútunni í 12 klukkutíma 🤣

7 days ago

1 Reply

Anna María GuðmundsdóttirRakel Dögg Guðmundsdóttir held við verðum að fara að rifja upp sporin👏👏👏😂

2 days ago

1 Reply

Stefán Friðrik StefánssonÞvílík snilld. Þessi Stjórn hefur 100% stuðning hjá þjóðinni. 😉

1 week ago   ·  6

Sigrún Jóna SigurðardóttirSkella í eitt ball og hafa 30 ára aldurstakmark....takk fyrir pent... Sigrún Unnur Einarsdóttir eigum við að mæta ?

1 week ago

1 Reply

Þóra Guðrún GrímsdóttirDraumurinn mun sem sagt rætast , STJÓRNARBALL. YESSSSS.

1 week ago   ·  2

Hilmar Kári HallbjörnssonSigga Beinteins, Grétar Örvarsson: Á þá ekki að kalla út gamla crewið? Magnús Rögnvaldsson, Ingolfur Magnusson, Bjarni Bragi Kjartansson, Ingvar Jónsson, Kristján Á. Gunnarsson?

6 days ago   ·  4

Sigrún BaldursdóttirVonandi komið þið í Miðgarð í Skagafirði

1 week ago   ·  2

Oddur IngiBjörk Hólm við látum okkur ekki vanta! 🙂

7 days ago   ·  2

1 Reply

Lísebet Og RúnarHeld þið ættuð að henda ykkur á Ólafsfjörð á geggjað svið í Tjarnarborg 🤘😉

4 days ago   ·  1

Friðgerður FriðriksdóttirYndislegur tími:)

1 week ago   ·  1

1 Reply

Erla GunnlaugsdottirMÆTI!!! 🙂

1 week ago   ·  1

2 Replies

Ingibjörg Kristín GestsdóttirMaría Dagmar Magnúsdóttir var hugsað til þín 💖💖 hvað við gátum sungið með þessu 😀

1 week ago   ·  1

2 Replies

Ásthildur Cesil ThordardottirGangi ykkur vel með þetta Sigga mín og til hamingju.

4 days ago

Ragnheiður GrétarsdóttirJá og til hamingju Stjórnin, Sigga Grétar og félagar 🙂

1 week ago

Comment on Facebook

Þessi meistari hefði átt afmæli í dag,,,,,fáir með eins fallega rödd eins - Einn af mínum uppáhalds ... See MoreSee Less

Þessi meistari hefði átt afmæli í dag,,,,,fáir með eins fallega rödd eins - Einn af mínum uppáhalds

Helga Gunnarsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir and 106 others like this

Guðjón EinarssonFlottur 🙂

1 week ago

Unnur AsgeirsdottirEg er sammala fraenka ! 😉

1 week ago

Comment on Facebook

Sigga Beinteins is feeling hátíðleg/ur with Heiða Eiríksdóttir and 22 others at Harpa Concert Hall and Conference Centre.

Elsku vinir,
Ég sendi mínar fallegustu óskir um gleðileg jól til ykkar allra og vona að friður ríki í hverju hjarta.

Ég þakka jafnframt samstarfsfólki mínu fyrir samvinnuna í fjölmörgum verkefnum á árinu og tónleikagestum mínum fyrir áheyrnina, samveruna og allar gleðistundirnar.

Fyrir áhugasama þá minni ég á að jólatónleikarnir mínir verða sýndir í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans í kvöld, þann 25. desesmber kl. 19.35. Áskrifendur að Sjónvarpi Símans Premium geta einnig horft á þá hvenær sem er.

Látið ávallt hjartað ráða för, verum góð hvert við annað og hlúum að þeim sem minna mega sín - og þá leggjum við okkar að mörkum við að búa til betri heim.

Jólaknús,
Ykkar Sigga
✨🎄🎶❤️✨
... See MoreSee Less

Elsku vinir,
Ég sendi mínar fallegustu óskir um gleðileg jól til ykkar allra og vona að friður ríki í hverju hjarta. 

Ég þakka jafnframt samstarfsfólki mínu fyrir samvinnuna í fjölmörgum verkefnum á árinu og tónleikagestum mínum fyrir áheyrnina, samveruna og allar gleðistundirnar. 

Fyrir áhugasama þá minni ég á að jólatónleikarnir mínir verða sýndir í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans í kvöld, þann 25. desesmber kl. 19.35. Áskrifendur að Sjónvarpi Símans Premium geta einnig horft á þá hvenær sem er.

Látið ávallt hjartað ráða för, verum góð hvert við annað og hlúum að þeim sem minna mega sín - og þá leggjum við okkar að mörkum við að búa til betri heim. 

Jólaknús,
Ykkar Sigga 
✨🎄🎶❤️✨

Tusubasa Ozhora, Páll Ólafsson and 23 others like this

View previous comments

Elísabet Jóna GunnarsdóttirGleðileg jól til þín og fjölskyldu þinnar

3 weeks ago   ·  2

Einar BragiGleðileg jól vinkonur 🙂

3 weeks ago   ·  1

Jóhanna Freyja BenediktsdóttirGleðileg jól kæra frænka 🎄

3 weeks ago   ·  1

Siggi Doddi AðalsteinssonGleðileg jól til ykkar elsku Sigga

3 weeks ago   ·  1

Anna SchevingTakk fyrir flotta tónleika sem við sáum í sjónvarpinu í dag .Gleðileg jól til þín og þinna.

3 weeks ago

Ásta ValsdóttirGleðileg jól 🎅 🎄 🎁 🎅

3 weeks ago

Halldór Ingi SteinssonGleðileg Jól frænka 🎄

3 weeks ago

Comment on Facebook

Á hátíðlegum nótum  – Jólatónleikar

Miðasala

Komdu og láttu heillast í Hörpu!

Jólatónleikar Siggu Beinteins verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 8. og 9. desember nk. Þetta verða níundu jólatónleikar Siggu á ferlinum og fjórða árið í röð sem þeir eru haldnir í Eldborg.

Sigga fyllir hjörtu tónleikagesta af gleði og kærleika mitt í jólaamstrinu með sinni fallegu rödd, gríni og glensi, einlægni og dillandi hlátri.

Fyrir síðustu jól var uppselt á tvenna ógleymanlega tónleika Siggu í Eldborg, en kvöldin voru sem töfrum líkust og stemningin sem myndaðist í salnum lét engan ósnortinn, enda lagavalið sambland af klassískum jólalögum, hressum poppjólalögum og mögnuðum ballöðum sem spiluðu á allan tilfinningaskala tónleikagesta.

Umgjörðin utan um tónleikana er einkar falleg þar sem jólatré, falleg sviðsmynd og glæsileg grafík ásamt miklu ljósaspili og mögnuðum gestum spila stóran þátt í að gera tónleikana bæði hlýlega, hátíðlega og afar eftirminnilega.

Með Siggu koma fram góðir gestir ásamt landsliði tónlistarmanna og tónninn sem gefinn er er einlægur og hlýr – eins og Sigga sjálf.

Myndir frá jólatónleikunum 2016

Við eigum samleið  – Lögin sem allir elska

Hér eru á ferðinni einstaklega ljúfir og skemmtilegir tónleikar með gömlu góðu sönglögunum sem allir þekkja og elska. Sigga, Guðrún og Jógvan syngja ekki bara, heldur segja þau líka skemmtilegar sögur sem tengjast lögunum, sögur úr bransanum og síðast en ekki síst gera þau stólpagrín hvert að öðru.

Á dagskránni eru meðal annar slögin: Heyr mína bæn, Ég er komin heim, Til eru fræ, Kata rokkar, Ég veit þú kemur, Dagný og fleiri perlur úr íslenskri dægurlagasögu.

Þetta eru tónleikar sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.

Til Ellyjar  – Heiðurstónleikar í minningu Ellyjar Vilhjálms

Söngkonurnar Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Guðrún Gunnars syngja vinsælustu lög Ellyjar Vilhjálms á sérstökum heiðurstónleikum í minningu söngkonunnar, en hún hefði orðið 80 ára þann 28. desember 2015.

Á tónleikunum flytja þær sín uppáhalds lög með Elly,  lög sem hafa lifað með þjóðinni í áratugi og notið gríðarlegra vinsælda.

Með þessum tónleikum vilja söngkonurnar fjórar heiðra minningu einnar dáðustu söngkonu Íslands, með þakklæti og virðingu.

Söngvaborg  – Söngur, gleði og fræðsla

Þær Sigga og María hafa gefið út sjö Söngvaborgir auk geisladisks þar sem má finna öll bestu lögin af Söngvaborgunum – Frábær í bílinn og ferðalagið.

Markmið Söngvaborganna er að kenna börnum og fræða í gegnum sönginn en hafa jafnframt af því ánægju. Sigga og María fá skemmtilega gesti í heimsókn til sín í Söngvaborg, þar á meðal eru Lóa (Ó)kurteisa, Masi, Georg og Subbi sjóræningi. Masi er fæddur í Ástralíu en kemur reglulega til Íslands til að heimsækja vini sína í Söngvaborg. Einnig koma fram ungir og efnilegir söngvarar ásamt mörgum hæfileikaríkum börnum.

Hægt er að bóka þær Siggu og Maríu ásamt einum (eða fleiri) gestum á bæjarhátíðir og barnaskemmtanir. Smellið á hnappinn til að óska eftir upplýsingum um verð og útfærslur.

Fyrirspurn um Söngvaborg

VefverslunSjá allar vörur

Lagersala á Söngvaborg!
Frábær tilboð í vefverslun á Söngvaborg í desember. Tilvalið í jólapakkann!

Vefverslun

Hafa samband

Tek að mér að koma fram og syngja við hin ýmsu tækifæri, t.d:

 • Afmæli, brúðkaup og veislur
 • Árshátíðir og jólaböll fyrirtækja og samtaka
 • Framkoma samhliða borðhaldi
 • Jólahlaðborð
 • Dansleikir og böll
 • Tina Turner Power Show
 • Abba Power Show
 • Sigga & Grétar
 • Stjórnin
 • Söngvaborg
 • Barnaskemmtanir
 • Lestur útvarps- og sjónvarpsauglýsinga ofl.

GSM: 897 1290

Tónleikaklúbbur

Skráðu þig í klúbbinn til að fá upplýsingar um fyrirhugaða tónleika og forsölutilboð.