Loading...
Heim 2017-05-16T22:14:04+00:00

Sigga Beinteins  – Tónlistarmaður, söngkennari og athafnakona

Sigga hefur um árabil verið ein ástsælasta söngkona landsins, en vinsældir Siggu má að hluta rekja til þess hversu breiðs hóps tónlistarunnenda hún höfðar til. Hún hefur heillað börnin með barnaefninu í Söngvaborg, átt farsælan popptónlistarferil með hljómsveitinni Stjórninni, sungið með flestum tónlistarmönnum þjóðarinnar á böllum, tónleikum, í veislum og brúðkaupum – og nú síðstu ár, haldið sína eigin jólatónleika sem hafa vaxið og dafnað með ári hverju.

Sigga rak einnig sinn eigin söngskóla, ToneArt Sangskole, í fjöldamörg ár í Asker í Noregi, en sá skóli var vinsælasti popptónlistarskóli Noregs um árabil.

Það kemur því enginn að tómum kofanum hjá þessarri síungu söngdívu sem heillar alla með brosinu sínu og dillandi hlátrinum.

Hér á síðunni má finna yfirlit um helstu verkefni og viðfangsefni Siggu, vefverslun þar sem má finna Söngvaborgir, Masa og geisladiska Siggu sem hún hefur sjálf gefið út, tengingar á samfélagsmiðla og upplýsingar um það hvernig hafa má samband.

Sigga sér sjálf um sínar bókanir.

Senda tölvupóst

GSM: 897 1290

Sigga Beinteins deildi myndbandi frá Humarhátíð á Höfn.

Humarhátíð á Höfn
Ert þú búin að ákveða á hvaða bæjarhátið þú ætlar að fara á í sumar? Dagskráin á Humarhátíðinni í ár er stórglæsileg og fyrir alla fjölskylduna, þarna er líka alltaf besta veðrið :0) - Sjáumst hress
... See MoreSee Less

Humarhátíð verður haldin dagana 23. - 25. júní á Höfn í Hornafirði. Í tilefni af 120 ára afmæli bæjarfélagsins verður hátíðin glæsilegri en nokkru sinni fyrr, en meðal þess sem v...

Sigga Beinteins ásamt Birna María Björnsdóttir og 4 aðrir.

Alltaf svo gaman að vinna með þessum snillingum! - Hinir árlegu jólatónleikar Siggu komnir í vinnslu 🙂
... See MoreSee Less

Alltaf svo gaman að vinna með þessum snillingum! - Hinir árlegu jólatónleikar Siggu komnir í vinnslu :)

Birgir Marteinsson, Vilhjálmur Þorleifsson and 23 others like this

View previous comments

Björgvin SigvaldasonHohohó!! 🎄🎄🎄🎄

2 weeks ago   ·  2

Þórunn ÓskarsdóttirHey..... það er 11. Maí 🙂

2 weeks ago   ·  1

Ína Valgerður PétursdóttirGaman gaman, falleg Jóla-Sigga 2017!!....og þið hin nokkuð falleg líka 😜

2 weeks ago

Gudlaug RagnarsdottirFlott mynd

2 weeks ago

Dora Hall👍

2 weeks ago

Comment on Facebook

Sigga Beinteins ásamt Birna María Björnsdóttir og 4 aðrir.

Í kjólinn fyrir jólin var vinnuheiti dagsins, en það er ekki ráð nema í tíma sé tekið í þessu sem öðru. Það styttist í jólin krakkar mínir!
Förðun: Kristín Stefánsdóttir
Hár: Róbert Robert Michael ONeill
Búningagerð: Elma Bjarney Guðmundsdóttir
Ljósmyndari og hönnuður myndefnis: Ólöf Erla Einarsdóttir
... See MoreSee Less

Í kjólinn fyrir jólin var vinnuheiti dagsins, en það er ekki ráð nema í tíma sé tekið í þessu sem öðru. Það styttist í jólin krakkar mínir! 
Förðun: Kristín Stefánsdóttir
Hár: Róbert Robert Michael ONeill
Búningagerð: Elma Bjarney Guðmundsdóttir 
Ljósmyndari og hönnuður myndefnis: Ólöf Erla Einarsdóttir

Vilhjálmur Þorleifsson, Hanna María Þorgeirsdóttir and 23 others like this

View previous comments

Robert Michael ONeillAlltaf jafn dásamlegt að vinna með þessum skvísum. Jólin tekin snemma í ár . Judy love it

2 weeks ago   ·  2

Robert Michael ONeillJust

2 weeks ago   ·  2

Rósalind Ósk AlvarsdóttirFlott eins og alltaf

2 weeks ago   ·  2

Asdis JonsdottirGlæsileg 😊

2 weeks ago   ·  2

Jóna Björg HannesdóttirGlæsileg , flottur kjóll 🎅

2 weeks ago

Sonja Þ. HallVááá, svakalega flott😙👌👌

2 weeks ago

Comment on Facebook

Elsku Svala, gangi þér hrikalega vel í kvöld, þú átt eftir að massa þetta. Þessi keppni er ótúreiknanleg eins og við vitum og það er Evrópa sem ræður núna en mér finnst þú svo sannarlega vera orðin sigurvegari nú þegar,mikill heiður fyrir þjóðina að hafa þig sem fulltrúa þarna úti. Þú ert bara svo yndisleg og fagmannleg og gerir þetta algjörlega 100% - Toj Toj,,,,og ég sendi þer mína sterkustu strauma fyrir kvöldið - knús á hópinn ... See MoreSee Less

Elsku Svala, gangi þér hrikalega vel í kvöld, þú átt eftir að massa þetta. Þessi keppni er ótúreiknanleg eins og við vitum og það er Evrópa sem ræður núna en mér finnst þú svo sannarlega vera orðin sigurvegari nú þegar,mikill heiður fyrir þjóðina að hafa þig sem fulltrúa þarna úti. Þú ert bara svo yndisleg og fagmannleg og gerir þetta algjörlega 100% - Toj Toj,,,,og ég sendi þer mína sterkustu strauma fyrir kvöldið - knús á hópinn

Margret Lisa Oskarsdottir, Sigríður Grímsdóttir and 200 others like this

Auður KristjánsdóttirSammála, áfram Svala þú ert frábær.

3 weeks ago

Þóra KrístjánsdóttirSammála ..glæsíleg ..

3 weeks ago

Ásdís KjartansdóttirStórglæsileg.

3 weeks ago

Anna HansdóttirSammála hverju orði, hún er stórglæsileg 🙂

3 weeks ago

Comment on Facebook

Sigga Beinteins deildi viðburði frá Humarhátíð á Höfn. ... See MoreSee Less

Risa Dansleikur Humarhátíðar

Jun 24, 11:00pm

Íþróttahúsinu Höfn

Risa dansleikur verður haldinn laugardagskvöldið 24. júní í íþróttahúsinu Höfn þar sem Sigga Beinteins, Regína Ósk og Matti Matt ásamt stórhljómsveit halda uppi stuðinu fram á rauð...

Risa Dansleikur Humarhátíðar

Á hátíðlegum nótum  – Jólatónleikar

Miðasala

Komdu og láttu heillast í Hörpu!

Jólatónleikar Siggu Beinteins verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 8. og 9. desember nk. Þetta verða níundu jólatónleikar Siggu á ferlinum og fjórða árið í röð sem þeir eru haldnir í Eldborg.

Sigga fyllir hjörtu tónleikagesta af gleði og kærleika mitt í jólaamstrinu með sinni fallegu rödd, gríni og glensi, einlægni og dillandi hlátri.

Fyrir síðustu jól var uppselt á tvenna ógleymanlega tónleika Siggu í Eldborg, en kvöldin voru sem töfrum líkust og stemningin sem myndaðist í salnum lét engan ósnortinn, enda lagavalið sambland af klassískum jólalögum, hressum poppjólalögum og mögnuðum ballöðum sem spiluðu á allan tilfinningaskala tónleikagesta.

Umgjörðin utan um tónleikana er einkar falleg þar sem jólatré, falleg sviðsmynd og glæsileg grafík ásamt miklu ljósaspili og mögnuðum gestum spila stóran þátt í að gera tónleikana bæði hlýlega, hátíðlega og afar eftirminnilega.

Með Siggu koma fram góðir gestir ásamt landsliði tónlistarmanna og tónninn sem gefinn er er einlægur og hlýr – eins og Sigga sjálf.

Myndir frá jólatónleikunum 2016

Við eigum samleið  – Lögin sem allir elska

Hér eru á ferðinni einstaklega ljúfir og skemmtilegir tónleikar með gömlu góðu sönglögunum sem allir þekkja og elska. Sigga, Guðrún og Jógvan syngja ekki bara, heldur segja þau líka skemmtilegar sögur sem tengjast lögunum, sögur úr bransanum og síðast en ekki síst gera þau stólpagrín hvert að öðru.

Á dagskránni eru meðal annar slögin: Heyr mína bæn, Ég er komin heim, Til eru fræ, Kata rokkar, Ég veit þú kemur, Dagný og fleiri perlur úr íslenskri dægurlagasögu.

Þetta eru tónleikar sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.

Til Ellyjar  – Heiðurstónleikar í minningu Ellyjar Vilhjálms

Söngkonurnar Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Guðrún Gunnars syngja vinsælustu lög Ellyjar Vilhjálms á sérstökum heiðurstónleikum í minningu söngkonunnar, en hún hefði orðið 80 ára þann 28. desember 2015.

Á tónleikunum flytja þær sín uppáhalds lög með Elly,  lög sem hafa lifað með þjóðinni í áratugi og notið gríðarlegra vinsælda.

Með þessum tónleikum vilja söngkonurnar fjórar heiðra minningu einnar dáðustu söngkonu Íslands, með þakklæti og virðingu.

Söngvaborg  – Söngur, gleði og fræðsla

Þær Sigga og María hafa gefið út sjö Söngvaborgir auk geisladisks þar sem má finna öll bestu lögin af Söngvaborgunum – Frábær í bílinn og ferðalagið.

Markmið Söngvaborganna er að kenna börnum og fræða í gegnum sönginn en hafa jafnframt af því ánægju. Sigga og María fá skemmtilega gesti í heimsókn til sín í Söngvaborg, þar á meðal eru Lóa (Ó)kurteisa, Masi, Georg og Subbi sjóræningi. Masi er fæddur í Ástralíu en kemur reglulega til Íslands til að heimsækja vini sína í Söngvaborg. Einnig koma fram ungir og efnilegir söngvarar ásamt mörgum hæfileikaríkum börnum.

Hægt er að bóka þær Siggu og Maríu ásamt einum (eða fleiri) gestum á bæjarhátíðir og barnaskemmtanir. Smellið á hnappinn til að óska eftir upplýsingum um verð og útfærslur.

Fyrirspurn um Söngvaborg

VefverslunSjá allar vörur

Hafa samband

Tek að mér að koma fram og syngja við hin ýmsu tækifæri, t.d:

 • Afmæli, brúðkaup og veislur
 • Árshátíðir og jólaböll fyrirtækja og samtaka
 • Framkoma samhliða borðhaldi
 • Jólahlaðborð
 • Dansleikir og böll
 • Tina Turner Power Show
 • Abba Power Show
 • Sigga & Grétar
 • Stjórnin
 • Söngvaborg
 • Barnaskemmtanir
 • Lestur útvarps- og sjónvarpsauglýsinga ofl.

Senda tölvupóst

GSM: 897 1290

Tónleikaklúbbur

Skráðu þig í klúbbinn til að fá upplýsingar um fyrirhugaða tónleika og forsölutilboð.