Heim2019-02-05T00:28:42+00:00

Sigga Beinteins  – Tónlistarmaður, söngkennari og athafnakona

Sigga hefur um árabil verið ein ástsælasta söngkona landsins, en vinsældir Siggu má að hluta rekja til þess hversu breiðs hóps tónlistarunnenda hún höfðar til. Hún hefur heillað börnin með barnaefninu í Söngvaborg, átt farsælan popptónlistarferil með hljómsveitinni Stjórninni, sungið með flestum tónlistarmönnum þjóðarinnar á böllum, tónleikum, í veislum og brúðkaupum – og nú síðstu ár, haldið sína eigin jólatónleika sem hafa vaxið og dafnað með ári hverju.

Sigga rak einnig sinn eigin söngskóla, ToneArt Sangskole, í fjöldamörg ár í Asker í Noregi, en sá skóli var vinsælasti popptónlistarskóli Noregs um árabil.

Það kemur því enginn að tómum kofanum hjá þessarri síungu söngdívu sem heillar alla með brosinu sínu og dillandi hlátrinum.

Hér á síðunni má finna yfirlit um helstu verkefni og viðfangsefni Siggu, vefverslun þar sem má finna Söngvaborgir, Masa og geisladiska Siggu sem hún hefur sjálf gefið út og tengingar á samfélagsmiðla.

Sigga sér sjálf um sínar bókanir.
Hafa má samband í síma 897 1290, með skilaboðum í gegnum Facebook eða senda tölvupóst. 

facebook.com/siggabeinteins.is

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Jólatónleikarnir í ár verða stórkostlegir - Ert þú búin að tryggja þér miða? Miðasala í fullum gangi á harpa.is og tix.is ... See MoreSee Less

Comment on Facebook

Ragnhildur Skúladóttir Sandra Mjöll Andrésdóttir

JÓLATÓNLEIKAR SIGGU BEINTEINS
Þetta mikla og skemmtilega hæfileikabúnt ætlar að heiðra mig með nærveru sinni aftur í ár. Hvaða sögu ætli hún segi í ár? - Við tökum alla vega einhver skemmtileg jólalög saman, svo mikið er víst - miðasalan er í fullum gangi á harpa.is og tix.is

JÓLATÓNLEIKAR SIGGU BEINTEINS
Þetta mikla og skemmtilega hæfileikabúnt ætlar að heiðra mig með nærveru sinni aftur í ár. Hvaða sögu ætli hún segi í ár? - Við tökum alla vega einhver skemmtileg jólalög saman, svo mikið er víst - miðasalan er í fullum gangi á harpa.is og tix.is
... See MoreSee Less

Video image

Ég er heppin í ár því Greta Salome verður einn af gestunum mínum í ár. Þvílíkt hæfileikabúnt og yndi sem þessi kona er. Á jólatónleikunum 2016 spilaði hún þetta verk. - Kíkið á þetta videó - Algjörlega geggjað! - Miðasalan er í fullum gangi á harpa.is og tix.is ... See MoreSee Less

Comment on Facebook

Geggjað 😎

Eins gott að ég er búin að kaupa miða 🙂

Aðeins þrír miðar eftir á tónlelkana okkar Guðrúnar og Jógvans í Salnum á næstu helgi og örfáir miðar eftir á tónleikana í Akureyrarkirkju. - Get ekki beðið eftir að hitta þau aftur eftir hina miklu hlátursferð suður frá Akureyri um daginn - við höldum hlátrinum áfram um næstu helgi. Hlökkum til að sjá ykkur !

Aðeins þrír miðar eftir á tónlelkana okkar Guðrúnar og Jógvans í Salnum á næstu helgi og örfáir miðar eftir á tónleikana í Akureyrarkirkju. - Get ekki beðið eftir að hitta þau aftur eftir hina miklu hlátursferð suður frá Akureyri um daginn - við höldum hlátrinum áfram um næstu helgi. Hlökkum til að sjá ykkur ! ... See MoreSee Less

Comment on Facebook

Sæl Sigrún, getur keypt þá á tix.is eða bara við innganginn á föstudaginn..

Hvar kaupi ég miða á tónleikana á Akureyri

Ef það væru ekki réttir á laugardaginn myndi ég mæta

Þvílíkt sem það var gaman að fá að vera partur af Divu tónleikunum í gær í Eldborg. Þetta var magnað, öll uppsetningin var algjörlega óaðfinnanleg og söngvararnir fengu að syngja lög sem þeir fá svo sjaldan tækifæri á að syngja. Takk fyrir mig, það var gaman að syngja fyrir ykkur sem komuð og skemmtuð ykkur með okkur.

Þvílíkt sem það var gaman að fá að vera partur af Divu tónleikunum í gær í Eldborg. Þetta var magnað, öll uppsetningin var algjörlega óaðfinnanleg og söngvararnir fengu að syngja lög sem þeir fá svo sjaldan tækifæri á að syngja. Takk fyrir mig, það var gaman að syngja fyrir ykkur sem komuð og skemmtuð ykkur með okkur. ... See MoreSee Less

Comment on Facebook

Takk fyrir frábæra tónleika.😉

Æðislegir tónleikar 🥰

Þetta var æði

Sjúllaðir tónleikar 👌😍

Þetta var algjört ÆÐI 🙂 Takk fyrir

Takk fyrir æðislega tónleika 💕

Takk fyrir okkur þetta var dásamlegt

Þetta var æðislegt takk fyrir okkur. vorum að sjálfsögðu á 4 bekk. Takk Sigga. Sjáumst næsta laugardag og svo 7 Des.

Þetta voru geggjaðir tónleikar 👏👏👌👌

Sturlaðir tónleikar 👏🏼

Geggaðir tónleikar takk fyrir mig

Hreinlega geggjað hjá ykkur 🥰

Takk fyrir mignafna .þetta er ògleymanlegt Flott sýning og söngurinn hreint dàsamlegur💞💞

þetta var svo gaman að vera a þessum tónleikum. Takk fyrir mig

Sammála þetta var æðislegt.Takk fyrir mig

Þetta var geggjað👌 takk kærlega fyrir frábært kvöld😃

Þið vorum bara geggjuð og flottir tónleikar 🥰

Þetta var geggjað👏👏👏

Þið voruð æðislegar/ur🤩🤩🤩🤩🤩🤩

Meiriháttar tónleikar! Meira svona 👏🏼👌🏼💗

Æðislegir tónleikar. Takk fyrir 😊

View more comments

10 ÁR FYRIR FULLU HÚSI
Það verður ógleymanleg jólastemning í Eldborg 6. og 7. desember - tryggðu þér miða á harpa.is eða tix.is
... See MoreSee Less

Á HÁTÍÐLEGUM NÓTUM Í ELDBORG
Þessi mikli snillingur ætlar að heiðra mig með nærveru sinni á 10 ára jóla afmælinu mínu sem verður í Eldborg 6. og 7. desember - ég er næstum viss um að dúettinn okkar jólin koma með þér verði á dagskránni.

Á HÁTÍÐLEGUM NÓTUM Í ELDBORG
Þessi mikli snillingur ætlar að heiðra mig með nærveru sinni á 10 ára jóla afmælinu mínu sem verður í Eldborg 6. og 7. desember - ég er næstum viss um að dúettinn okkar "jólin koma með þér" verði á dagskránni.
... See MoreSee Less

Comment on Facebook

Rabbi Ben

Mig lika langar

Hlakka mikið til að koma suður og sjá sýninguna 😁

Úllalaaaa ég ætla sko að mæta

Va hvað mig langar

það er mér mikill heiður að kynna Garðar Thór Cortes sem einn af gestum mínum þetta árið, yndislegur, frábær og einn af okkar allra bestu söngvurum.

það er mér mikill heiður að kynna Garðar Thór Cortes sem einn af gestum mínum þetta árið, yndislegur, frábær og einn af okkar allra bestu söngvurum. ... See MoreSee Less

... See MoreSee Less

Comment on Facebook

Mikið ertu sæt og flott elskan <3

Alltaf Gullfalleg😊

Alltaf falleg 🤩

Það er bara ein Sigga 💛🧡❤

Geislar af þér alltaf falleg 🥰

Vá, vá, vá! Fallega Sigga mín 💕😻🤩

Jeminn eini þú fallega fljóð 😳😍

Elsku Sigga, mikið ertu ávalt sæt.

Alltaf ertu jafn glæsileg💕🤠

Gordjöss💞

Alltaf jafn falleg elsku Sigga okkar

Falleg ertu og mitt uppáhaldi 🤩

Gullfalleg elsku Sigga mín💖😘

Falleg og góð kona.

Sú besta á Íslandi

Stórglæsileg frænka 😀

Þetta er í lagi.

Flott mynd af þér mín kæra 😍

Glæsileg 💞💞

Glæsileg💃

Glæsileg 😘

Falleg 🥰

Svo fffffffalleg

Yndislega 💞💞

View more comments

Load more

Á hátíðlegum nótum  – Jólatónleikar Siggu Beinteins

Komdu og láttu heillast í Hörpu!

Jólatónleikar Siggu verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 6. og 7. desember 2019 og verða sérstaklega veglegir í ár í tilefni af tíu ára afmæli tónleikanna.

Sigga fyllir hjörtu tónleikagesta af gleði og kærleika mitt í jólaamstrinu með sinni fallegu rödd, gríni og glensi, einlægni og dillandi hlátri.

Kvöldin hafa verið sem töfrum líkust og stemningin sem myndast í salnum lætur engan ósnortinn, enda lagavalið sambland af klassískum jólalögum, hressum popp jólalögum og mögnuðum ballöðum sem spila á allan tilfinningaskala tónleikagesta.

Umgjörðin utan um tónleikana er einkar vegleg þar sem falleg sviðsmynd og glæsileg grafík ásamt ljósaspili og mögnuðum gestum spila stóran þátt í að gera tónleikana bæði hlýlega, hátíðlega og afar eftirminnilega.

Með Siggu koma fram góðir gestir ásamt landsliði tónlistarmanna og tónninn sem er gefinn er einlægur og hlýr – eins og Sigga sjálf.

Við eigum samleið  – Lögin sem allir elska

Það eru sex ár síðan þríeykið blés til þessara tónleika þar sem gömlu góðu íslensku dægurlögin eru í öndvegi og skemmst frá því að segja að uppselt hefur verið á hverja einustu tónleika í Salnum í Kópavogi, en fjöldi tónleika þar eru farnir að telja á annan tuginn.

Einstaklega góð og ljúf stemmning hefur einkennt þessa tónleika, því ekki aðeins syngja þau lögin sem allir elska og þekkja, heldur segja þau líka skemmtilegar sögur sem tengjast lögunum, sögur úr bransanum og síðast en ekki síst gera þau svo grín hvert að öðru.

Á dagskrá í Salnum 5. október eru meðal annars lögin:
Við gengum tvö, Í landhelginni, Allt mitt líf, Kveiktu ljós, Bjartar vonir, Fjórir kátir þrestir ásamt fleiri perlum úr íslenskri dægurlagasögu.
Með þeim Jogvani, Guðrúnu og Siggu leikur hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar.

Á dagskrá í Hofi 6. október eru meðal annars lögin:
Heyr mína bæn, Barn, Ég er komin heim, Dagný , Kveiktu ljós, Bjartar vonir, Fjórir kátir þrestir ásamt fleiri perlum úr íslenskri dægurlagasögu.
Karlakór Akureyrar – Geysir er sérstakur gestur á tónleikunum í Hofi.

Þetta eru tónleikar sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.

Stjórnin  – Afmælistónleikar á 30 ára starfsafmæli hljómsveitarinnar

Stjórnin fagnar 30 ára afmæli sínu með glæsilegum tónleikum í Háskólabíói föstudaginn 28. September 2018. Í tilefni þess mun hljómsveitin eins og hún var skipuð 1990 koma saman og rifja upp stemningu eins og hún gerðist best á góðu Stjórnarballi.

Á tónleikunum verður ferillin rakinn og öll vinsælustu lögin leikin. Á dagskrá verða meðal annars:

Eitt lag enn, Við eigum samleið, Ég lifi í voninni, Láttu þér líða vel, Ég gefst ekki upp, Utan úr geimnum, Hamingjumyndir, Þessi augu, Til í allt, Sumarlag, Þegar sólin skín, Nei eða já, Allt í einu, Allt eða ekkert, Ekki segja aldrei, Stór orð, og Ein.

Sérstakir gestir tónleikanna verða þau Svala Björgvins og Daði Freyr sem munu frumflyta nýjar útgáfur af þekktum Stjórnarlögum.

Stjórnina skipa:
Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson, Eiður Arnarsson, Einar Bragi Bragason, Friðrik Karlsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Kristján Grétarsson,Sigfús Óttarsson og Þorsteinn Gunnarsson.

Húsið opnar kl. 19:00 en tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
Ekki láta þennan einstaka viðburð framhjá þér fara!

Fylgstu með okkur á Facebook: https://www.facebook.com/stjornin/

Söngvaborg  – Söngur, gleði og fræðsla

Þær Sigga og María hafa gefið út sjö Söngvaborgir auk geisladisks þar sem má finna öll bestu lögin af Söngvaborgunum – Frábær í bílinn og ferðalagið.

Markmið Söngvaborganna er að kenna börnum og fræða í gegnum sönginn en hafa jafnframt af því ánægju. Sigga og María fá skemmtilega gesti í heimsókn til sín í Söngvaborg, þar á meðal eru Lóa (Ó)kurteisa, Masi, Georg og Subbi sjóræningi. Masi er fæddur í Ástralíu en kemur reglulega til Íslands til að heimsækja vini sína í Söngvaborg. Einnig koma fram ungir og efnilegir söngvarar ásamt mörgum hæfileikaríkum börnum.

Hægt er að bóka þær Siggu og Maríu ásamt einum (eða fleiri) gestum á bæjarhátíðir og barnaskemmtanir. Smellið á hnappinn til að óska eftir upplýsingum um verð og útfærslur.

Lagersala!  –  Frábær tilboð í vefverslun á Söngvaborg. Tilvalið fyrir ömmur og afa!

Hafa samband

Tek að mér að koma fram og syngja við hin ýmsu tækifæri, t.d:

 • Afmæli, brúðkaup og veislur
 • Árshátíðir og jólaböll fyrirtækja og samtaka
 • Framkoma samhliða borðhaldi
 • Jólahlaðborð
 • Dansleikir og böll
 • Tina Turner Power Show
 • Abba Power Show
 • Sigga & Grétar
 • Stjórnin
 • Söngvaborg
 • Barnaskemmtanir
 • Lestur útvarps- og sjónvarpsauglýsinga ofl.

Tónleikaklúbbur

Skráðu þig í klúbbinn til að fá upplýsingar um fyrirhugaða tónleika og forsölutilboð.