Á hátíðlegum nótum 4. og 5. desember í Eldborg

Hinir árlegu jólatónleikar Siggu verða haldnir föstudagskvöldið 4. desember og laugardagskvöldið 5. desember í Eldborgarsal Hörpu.

Sigga hélt sína fyrstu jólatónleika fyrir jólin 2009 í Grafarvogskirkju og hafa tónleikarnir verið árlegur viðburður síðan og eru nú orðnir fastur liður í jólahaldi margra. Á tónleikunum, sem bera heitið Á hátíðlegum nótum, býður Sigga til sannkallaðrar tónlistarveislu, sem hún hefur þó á einlægum og persónulegum nótum – og sparar ekkert til.

Með Siggu koma fram góðir gestir ásamt landsliði tónlistarmanna – og tónninn sem gefinn er er einlægur og hlýr – eins og Sigga sjálf.
By |2015-05-30T23:00:56+00:00May 30th, 2015|Tónleikar, Viðburðir|Comments Off on Á hátíðlegum nótum 4. og 5. desember í Eldborg

About the Author: