Sigga Beinteins, Guðrún Gunnars og Jógvan Hansen snúa nú aftur með tónleikana sína „Við eigum samleið – Lögin sem allir elska.“ Þau hafa þegar fyllt Salinn í Kópavogi þrisvar sinnum og seldist upp á skömmum tíma.

Á tónleikunum er afslöppuð og létt stemning, því ekki aðeins syngja þau lögin sem allir elska og þekkja, heldur segja þau líka skemmtilegar sögur sem tengjast lögunum, sögur úr bransanum og síðast en ekki síst gera þau svo stólpagrín hvert að öðru.

Hérna eru á ferðinni einstaklega ljúfir og skemmtilegir tónleikar með gömlu góðu sönglögunum sem allir þekkja og elska. Sigga, Guðrún og Jógvan segja sögur milli laga eins og þeim einum er lagið.

Á dagskránni eru meðal annars lögin: Heyr mína bæn, Ég er komin heim, Til eru fræ, Kata rokkar, Ég veit þú kemur, Dagný ásamt fleiri perlum úr íslenskri dægurlagasögu.

Þetta eru tónleikar sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.

Hljómsveitina skipa þeir Karl Olgeirsson á píanó, Róbert Þórhallsson á bassa og Mattías Stefánsson á gítar og fiðlu.

Á fyrri tónleikana hefur selst upp á augabragði svo það er um að gera að tryggja sér miða í tíma.

Miðasala á Midi.is og Salurinn.is.