Söngvaborg 7 er sjöundi mynddiskurinn í þessari eistöku
barnaseríu frá Siggu og Maríu.

Diskurinn er um 70 mínútur að lengd með söngvum, hreyfileikjum og fróðleik fyrir börnin.

Sigga og María fá að venju marga skemmtilega gesti í heimsókn til sín í Söngvaborg. Meðal þeirra eru Masi, Lóa, Subbi og Georg.

Nýjir gestir kíkja líka í heimsókn og þar má nefna, Smára dreka, Trjálfana og mömmu Subba sjóræningja sem er nú alveg sérstaklega skemmtileg. Einnig koma fram ungir og efnilegir söngvarar
ásamt mörgum hæfileikaríkum börnum.

Margt skemmtilegt gerist að venju í Söngvaborg, til dæmis fara María og Sigga í langt ferðalag til þess að hjálpa Subba og lenda í ýmsum ævintýrum á leiðinni, meðal annars hitta þær Trjálfana og mömmu Subba en Masi og Lóa passa Söngvaborg á meðan og þá gerist nú ýmislegt. Smári dreki kíkir í heimsókn til þeirra, þau fara í veiðiferð og margt margt fleira.