Útgáfuár 1998

Flikk-flakk er þriðja plata Sigríðar Beinteinsdóttur og í þetta sinn sendi hún frá sér barnaplötu. Á plötunni eru ellefu lög, þrjú þeirra eru þekkt og hafa komið út áður, en hin átta eru erlend og hafa ekki heyrst hér á landi áður.
Textarnir við nýju lögin koma m.a. úr smiðju Stefáns Hilmarssonar og Mána Svavarssonar. Ung og efnileg söngkona Diljá Mist er Siggu innan handar við söng ásamt Gradualekór Langholtskirkju.

Plötuna má finna á Tónlist.is.

Lagalisti
1. Í lari lei, 2. Pálína með prikið, 3. Varði, 4. Ævintýralestin, 5. Ýkjuvísur, 6. Talnalagið, 7. Agadú, 8. Stafalagið, 9. Hókí pókí, 10. Fyrstu sporin, 11. Sofðu.