Útgáfuár 1997

Sigga er önnur sólóplata Siggu Beinteins sem gert hefur garðinn frægan með Stjórninni. Fyrsta platan hennar var jólaplata en hér er komið að ballöðunum og þar er hún á heimavelli, enda er hún hér að flytja okkur lög sem hún hefur sjálf haldið upp á. Platan var hljóðrituð í London með aðstoð Friðriks Karlssonar sem sá um útsetningar ásamt Jonn Savannah.

Lagalisti
1. Ég og þú, 2. Brú yfir boðaföllin, 3. Oh happy day, 4. Skýið, 5. Júfó, 6. You are my home, 7. Þakklæti, 8. Jólastjarna, 9. Minning þín.