• Útgáfuár 1998 Flikk-flakk er þriðja plata Sigríðar Beinteinsdóttur og í þetta sinn sendi hún frá sér barnaplötu. Á plötunni eru ellefu lög, þrjú þeirra eru þekkt og hafa komið út áður, en hin átta eru erlend og hafa ekki heyrst hér á landi áður. Textarnir við nýju lögin koma m.a. úr smiðju Stefáns Hilmarssonar og Mána Svavarssonar. Ung og efnileg söngkona Diljá Mist er Siggu innan handar við söng ásamt Gradualekór Langholtskirkju. Plötuna má finna á Tónlist.is. Lagalisti 1. Í lari lei, 2. Pálína með prikið, 3. Varði, 4. Ævintýralestin, 5. Ýkjuvísur, 6. Talnalagið, 7. Agadú, 8. Stafalagið, 9. Hókí pókí, 10. Fyrstu sporin, 11. Sofðu.
 • Sale!

  Söngvaborg 5

  kr. 2,490 kr. 1,390
  Útgáfuár 2008 Lagalisti Syngjum og dönsum í Söngvaborg, Styttulagið, Flottidans, Litli Mexíkaninn, Hér vil ég vera, Nýji bíllinn, Það er veisla, Í hlýrri sveit, Hæ diddili diddili dum, Siglum áfram, Sjáumst, Hreyfilagið, Notaðu tímann, Klapp og taktur, Litli tónlistarmaðurinn o.fl. Að venju koma margir skemmtilegir gestir í heimsókn, t.d. Lóa (Ó)kurteisa, Masi, Silja, Subbi sjóræningi, Kapteinn Rasmus Rask og Magni. Margt skemmtilegt gerist, t.d. er Masi búinn að fara á námskeið til að læra að dansa og klappa í takt og Lóa (Ó)kurteisa lærir borðsiði og að fara vel með ruslið.
 • Sale!

  Söngvaborg 6

  kr. 2,490 kr. 1,390
  Útgáfuár 2011 Lagalisti Húrra hæ og hó, Húsið og ég, Mörgæsarlagið, Hreyfa, frjósa, söngurinn, Í réttu ljósi, Dýrin í Ástralíu, Hani út á haug, Mamma borgar, Við eigum hvor annan að, Bibbidi bobbidi bú, Ég skal mála allan heiminn, Bursta tennur, Sveitalagið, Cha cha cha lagið, Litlu ljónin, Talnalagið, Ó kæra sól, Sjóræningjalagið, Deó, Ég vil syngja, Ég vil leika mér, Upp með hendur. Margt óvænt og skemmtilegt gerist að venju í Söngvaborg, til dæmis fara Sigga, María og Lóa í heimsókn til Georgs á suðurpólinn og þær heimsækja einnig Masa til Ástralíu, en Masi hefur frá mörgu áhugaverðu að segja um heimalandið sitt og kynnir þær fyrir mömmu sinni. Masi fer einnig í fimleika og Subbi sjóræningi byrjar að flokka ruslið sitt öllum að óvörum. Lóa fer til tannlæknis og tekur Masa með sér og Ingó heimsækir Söngvaborg svo nokkur dæmi séu tekin.
 • Masi

  kr. 1,500
  Masi er fæddur í Ástralíu en kemur reglulega til Íslands til að heimsækja vini sína í Söngvaborg.
 • Sale!

  Söngvaborg 7

  kr. 2,490 kr. 1,390
  Útgáfuár 2015 Söngvaborg 7 er sjöundi mynddiskurinn í þessari eistöku barnaseríu frá Siggu og Maríu. Diskurinn er um 70 mínútur að lengd með söngvum, hreyfileikjum og fróðleik fyrir börnin. Sigga og María fá að venju marga skemmtilega gesti í heimsókn til sín í Söngvaborg. Meðal þeirra eru Masi, Lóa, Subbi og Georg. Nýjir gestir kíkja líka í heimsókn og þar má nefna, Smára dreka, Trjálfana og mömmu Subba sjóræningja sem er nú alveg sérstaklega skemmtileg. Einnig koma fram ungir og efnilegir söngvarar ásamt mörgum hæfileikaríkum börnum. Margt skemmtilegt gerist að venju í Söngvaborg, til dæmis fara María og Sigga í langt ferðalag til þess að hjálpa Subba og lenda í ýmsum ævintýrum á leiðinni, meðal annars hitta þær Trjálfana og mömmu Subba en Masi og Lóa passa Söngvaborg á meðan og þá gerist nú ýmislegt. Smári dreki kíkir í heimsókn til þeirra, þau fara í veiðiferð og margt margt fleira.